Samningar, viljayfirlýsingar, skóflustungur og borðaklippingar á færibandi! Milljarðarnir streyma

Eflaust eru samningar um markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði hið besta mál en er það fullkomlega eðlilegt að ráðherrar í ríkisstjórn, sem líklega getur talið líftíma sína í dögum frekar en vikum, rjúki til og undirriti slíkar viljaryfirlýsingar um útgjöld á ósamþykktum fjárlögum Alþingis sem ekki hefur enn verið kosið, hvað þá myndað ríkisstjórn? Hefði ekki nýr þingmeirihluti átt að ljúka slíku máli?

Kosningavíxlar stjórnarflokkanna á framtíðina hrannast upp á sama tíma og fjármálaráðuneytið spáir halla á ríkissjóði strax á næsta ári og Seðlabankinn verulegum halla árið þar á eftir. Samkvæmt vorskýrslu ASÍ eru engar horfur á stöðugleika í efnahagslífinu á næstu árum svo ung fólk með húsnæðislán á herðunum getur horft fram á áframhaldandi sveiflur og hávexti og starfsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja í útflutningi verður jafn óstöðugt og á undanförnum árum.

Á sama tíma og forsætisráðherra virðist gufaður upp og engin stefna í sjónmáli í mikilvægustu viðfangsefnum samtíðarinnar lítur út fyrir að ríkisstjórnin hafi endanlega gefist upp við að hafa stjórn á nokkrum hlut.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Menningarsamningar gerðir við sveitarfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband