Að hræða og gráta til sín fylgi

Er fylgissveifla Framsóknarflokksins á aðeins tveimur dögum vísbending um hve margir stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnarmunsturs hafi látið hræða sig frá stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og til fylgilags við Framsókn vegna hótana Valgerðar Sverrisdóttur og síðar Jóns Sigurðssonar um að halda ekki áfram jafnvel þótt stjórnin haldi velli, ef hlutföll stjórnarflokkanna innbyrðis breytast?

Eitthvað gæti líka skýrst með svari einhvers félagshyggjufólks við tárvotu ákalli þess efnis að einnig stjórnarsamstarf með Samfylkingu og VG sé úr myndinni, jafnvel þótt ríkisstjórnin falli. Þeir kjósendur vakna nær örugglega illa sviknir með óbreytta ríkisstjórn þann 13. maí.

Fyrir utan áleitnar spurningar um það siðferði sem það sýnir að hóta því að axla ekki ábyrgð að loknum kosningum eða líkurnar á því að við hótanirnar yrði staðið í ljósi einsmannsborgarstjórnarflokksins sem situr glaðbeittur í helmingaskiptastjórn með D lista, er athyglisverðast þegar kosningabaráttan hættir að snúast um stefnu, hugsjónir og framtíðarsýn og fer að verða "kosningataktísk". Slík vinnubrögð héldu flestir að heyrðu sögunni til eftir að hin smáu kjördæmi þar sem fjórflokkarnir gátu nánast talið saman sitt fólk á bæjunum og "lánað" atkvæði. Kannski er ekki skrítið að þessi endurómur liðins tíma skuli koma frá Framsóknarflokknum, sem naut lengst af mikilla valda eingöngu í skjóli kjördæmakerfis sem klæðskerasniðið var utan um hann.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

1. Að selja lóð og ganga frá öllum hlutum í undirbúningi að stækkun fyrirtækis.

Tilkynna því síðan að það verði að vinna kosningar til þess að fá að nýta

lóðina sem það keypti. Ekki nóg um það,þá neitar aðilinn sem seldi

lóðina að gefa upp skoðun á því hvort fyrirtækið eigi að fá að nýta lóðina

eða ekki.

Er þetta heilbrigð skinsemi.

 

2. Fyrirtæki sem fer í frumskoðun með sveitarfélagi og landsstjórn. Það hefur áhuga

á að byggja verksmiðju og kaupa orku til hennar  frá ákveðnum virkjunar kosti .

Stjórnmála “afl” það sama og brást fyrra fyrirtækinu svo herfilega, tilkynnir að ef

Það komist til valda þá muni það “hugsa í fjögur ár” Hvort áframhald eigi að verða á

þessum undirbúningi.

Er þetta heilbrigð skinsemi.

 Halda menn virkilega að einhverjir kjósendur verði ekki HUGSI á þessum ósköpum ?

Snorri Hansson, 9.5.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband