Landið eitt kjördæmi

Hafi einhver velkst í vafa um nauðsyn þess að breyta kosningalögum og gera landið allt að einu kjördæmi ætti kosninganóttin að hafa sannfært þá síðustu. Fyrir utan misvægi atkvæði milli kjördæma, sem næstum nálægt leyfilegu hámarki eða tvöfalt, kom í ljós að jöfnunarþingsæti eru of fá til að jafna í raun í núverandi kerfi og dreifing þeirra eftir kjördæmum varð afar undarleg. Á tímabili blasti við sú skrítna staða að Framsóknarflokkurinn þurfti aðeins að bæta við sig örfáum atkvæðum til að fella ríkisstjórnina. Skýringin er sú að þá hefði farið af stað hringekja jöfnunarmanna sem hefði fellt út einn þingmann Sjálfstæðisflokksins og inn hefði komið 19. maður Samfylkingar.

Engin rök fyrir núverandi kerfi

Helstu rökin fyrir því að skipta á þriðja hundrað þúsund kjósendum upp í 6 kjördæmi er hin meinta nálægð þingmanna við kjósendur í kjördæmum sínum. Þegar stærð landsbyggðarkjördæmanna þriggja og gífurlegur fjölbreytileiki í búsetu og aðstæðum innan þeirra er skoðaður falla þessi rök algerlega.

Viðbrögð stjórnmálaflokkanna hafa líka verið þau að reyna eftir fremsta megni að tryggja að frambjóðendur á listum komi úr sem flestum byggðarlögum kjördæmanna og ná þannig hinni eftirsóttu tengingu við byggðirnar. Yrði landið allt eitt kjördæmi myndi þessi áhersla trúlega aukast enn frekar.

Til að tryggja sem best að stærð flokka á landsvísu endurspeglist í þingmannafjölda þeirra er líklegt að fjölga þurfi jöfnunarþingsætum. Afleiðing þess yrði sú að tengingin milli stuðnings við flokkana í einstökum kjördæmum og fjölda þingmanna þeirra í viðkomandi kjördæmum yrði enn veikari en nú er. Og þá er lítið orðið eftir að rökunum fyrir nauðsyn skiptingar þingmanna í kjördæmi.

Þess má vænta að stuðningur við þá tillögu að gera landið allt að einu kjördæmi hafi aukist verulega eftir að í ljós kom að hér á landi fyrirfinnst varla nokkur einstaklingur sem skilur kosningakerfið.


mbl.is Misvægi atkvæða í alþingiskosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband