Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála
Svona vinnubrögð eru til þess fallin að efla trú fólks á löggjafarsamkomunni. Þegar samkomulag næst um framfaramál eiga þingmenn að taka höndum saman um að ljúka þeim, óháð stjórnarmynstri eða flutningsmanni. Þessu tilboði hljóta aðrir þingflokkar að taka og best væri að nota til þess alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er í dag.
Eitt af því sem líklega veikir hvað mest tiltrú fólks á Alþingi, sbr. ítrekaðar viðhorfskannanir þar um, er sú dapurlega staðreynd að oft virðist efnisinnihald þingmálanna skipta miklu minna máli en hver ber þau fram. Hér hefur sú hefð myndast að frumvörpum er skipt í þingmannafrumvörp og stjórnarfrumvörp og þau fyrrnefndu eiga ekki mikla möguleika. Séu málin nóg brýn er líklegra að fram komi stjórnarfrumvarp um efnið en að þingmannafrumvarpið fái framgang. Þegar stór hluti löggjafarstarfsins er kominn á hendur framkvæmdavaldsins og framgangur mála ræðst af flokkspólitískum hagsmunum frekar en eðli þeirra sjálfra verður niðurstaðan hið sorglega litla traust sem almenningur ber til löggjafarsamkomunnar.
Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála
![]() |
Samfylkingin býður samstarf um samþykkt nýrra jafnréttislaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.