Staðan í upphafi kosningabaráttu - Stefnumálin fara að hafa áhrif

Án frekari upplýsinga og bakgrunnsbreyta er sú punktstaða sem ítrekaðar skoðanakannanir birta e.t.v. fyrst og fremst söluvænlegt fréttaefni fyrir þá miðla sem kosta gerð þeirra. Fyrir þá sem ræða um stjórnmál fyrst og fremst út frá flokkum frekar en vandamálum og lausnum, stefnumálum og framtíðarsýn, gildum og lífssýn, er þetta himnasending. Fyrir raunveruleg viðfangsefni stjórnmálanna er gildið takmarkaðra.

Stundum er verið að velta upp spurningum um "skoðanamótandi" áhrif skoðanakannana. Þar sem kosningakannanir snúast ekki nema að litlu leyti um "skoðanir" er líklegra að áhrifin séu ekki á viðhorf kjósenda til mála eða skoðanir sem slíkar væri e.t.v. réttara að velta fyrir sér tilfinningalegum áhrifum þeirra, svo sem á tilhneigingu til að fylgja straumnum, forðast að tengja sig þeim sem eru að tapa eða jafnvel baráttuanda sem einhverjir geta fyllst við tíðindi, slæm eða góð.

Óbeinu áhrifin eru líklega dagskrársetningarvaldið sem fylgir umræðunum í kjölfarið: Í leit að skýringum beinist kastljós fjölmiðlaumfjöllunar óhjákvæmilega að meintum styrkleikum þeirra sem vaxa og meintum veikleikum þeirra sem dala. Þessi áhrif kynnu að vera mun sterkari en áhrif tölulegra niðurstaðna.

Væntanlega er verið að vinna fóður fyrir félagsvísindafólk sem mun síðar styðjast við mun ítarlegri úrvinnslu í rannsóknum á kosningahegðun og tengja við spurningar um marga aðra þætti eða atburði líðandi stundar. Þá má kannski fara að velta fyrir sér hvað gæti skýrt t.d. þá miklu fylgisaukningu sem Sjálfstæðisflokkurinn mældist með í síðustu könnun Gallup en gengur nú öll til baka.

Fyrir þá sem aðhyllast jafnaðarstefnu og þau gildi sem hún stendur fyrir eru þessar kannanir vísbending um að standa saman og halda málstað sínum, stefnu og framtíðarsýn á lofti. Þegar líður að kosningum eru það þeir þættir sem fara að skipta vaxandi máli enda kastljósi umræðunnar beint að þeim. Og um það snúast jú stjórnmálin.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband