Aldraðra minnst fyrir kosningar

Athyglisvert að áætlun um 370 milljón króna framlög úr ríkissjóði til að styðja aldraða til að búa sem lengst heima skyldi ekki vera kynnt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2007 heldur boðar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fjölgun dagvistarrýma eftir þinglok.

Í frétt Morgunblaðsins kemur að vísu ekki fram hvort um er að ræða samþykkta fjárveitingu á núverandi fjárlagaári eða hvort þetta er aðeins viljayfirlýsing eða hugmynd fráfarandi ráðherra sem nýkjörnir þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til að loknum kosningum og ný ríkisstjórn að efna. Samt eru það einmitt þær upplýsingar sem öllu skipta til að hægt sé að meta hvað í þessu felst en ef það eru vissulega frábær tíðindi fyrir aldraða og aðstandandur þeirra ef rétt reynist að þetta muni ganga eftir. Jafnaðarstjórn mun allavega ekki verða til þess að slá svona úrbætur út af borðinu.

Fram hafa komið fréttir um margvísleg útgjöld úr Framkvæmdasjóði aldraðra sem ráðherra hefur getað "ákveðið" upp á eigin spýtur, m.a. til kórastarfs og útgáfu glansrita um ágæti eigin framtíðarsýn í stjórnmálum. Er þessi "ákvörðun" nú framlag úr þeim sjóði eða boðuð yfirbótargreiðsla (sem aðrir munu þó reiða fram í óvissri framtíð) fyrir hið sorglega ástand í málefnum aldaðra, einkum sjúkra aldraðra, eftir 8 ára setu núverandi ríkisstjórnar og völd Framsóknarflokksins yfir málaflokknum?

Fréttin hefur engin svör við þessum spurningum sem brenna þó á öllum kjósendum. Hugsanleg skýring er sú að hún er orðrétt samhljóða nýrri fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband