Skyldi þessi afgreiðsla sveitarstjórnarinnar í Skagafirði boða þá almennu áherslubreytingu sveitarstjórna að auðlindanýting verði í þágu atvinnuuppbyggingar í héraði?
Sú ákvörðun að setja virkjanirnar inn á skipulag var upphaflega tekin til að umfang og eðli framkvæmdanna lægi fyrir og að á þeim grundvelli gætu Skagfirðingar tekið ákvörðun um hvort vilji þeirra stæði til slíkrar nýtingar.
Ef upp eru komnar hugmyndir um breytt umfang sem hafa mun minni áhrif á náttúru og ferðaþjónustu auk þess sem ætlunin er að skerpa á nýtingarrétti Skagfirðinga sjálfra er skiljanlegt að svona breið þverpólitísk samstaða hafi náðst um að fresta því að setja þessar virkjanir inn á skipulag. Það er afar mikilvægt að Skagfirðingar og aðrir unnendur þessara náttúruperla hafi allar forsendur til að meta hvort fallist verður á skipulag sem gerir ráð fyrir virkjunum eða ekki.
Auk þess er að myndast mjög breið pólitísk samstaða um að út frá bæði efnahagslegum rökum og náttúruverndarsjónarmiðum sé rétt að hægja á hraða stóriðjuuppbyggingar.
Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála
Skagafjörður: Samþykkt að fresta skipulagningu hugsanlegra virkjunarsvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.