Afnám sérstakra ofureftirlaunaréttinda ráðherra og þingmanna samþykkt á landsfundi

Í samþykktri stjórnmálaályktun Landsfundar Samfylkingarinnar, sem og í stefnuræðu formanns kemur skýrt fram að flokkurinn muni taka upp hin umdeildu eftirlaunalög sem í reynd búa til tvær þjóðir í landinu eða yfirstétt sem er svo fjarri því að deila kjörum sem landsmönnum að það sker í augu.

Landsfundur Samfylkingarinnar hefur því samþykkt afdráttarlausa stefnu og kosningaloforð í þessu máli.

Eftir þá afdráttarlausu afgreiðslu er sérkennilegt að sjá hér í frétt Mbl.is að sú afgreiðsla landsfundarins að taka ekki til afgreiðslu eina mögulega útfærslu á frumvarpi til laga um breytingar á málinu sé túlkuð sem eitthvert hik. Vitnað er óbeint til orða Kristrúnar Heimisdóttur, formanns alsherjarnefndar, þess efnis að vilji flokksins hafi komið skýrt fram á fundinum "m.a. " í stefnuræðu Ingibjargar Sólrúnar. Þeir sem voru á staðnum vita að Kristrún lagði megináherslu á að samhljóða atriði væri í stjórnmálaályktun flokksins auk þess sem hún nefndi stefnuræðuna. Í frétt Mbl.is er þetta meginatriði hins vegar falið á bakvið skammstöfunina m.a. sem er miður gagnvart lesendum sem vilja vitaskuld fá sem réttasta mynd af gangi mála.

Við afgreiðslu stjórnmálaályktunar og í stefnuræðu formanns var ekkert hik. Stefnan og markmiðið er skýrt og afgreitt af æðsta valdi í málefnum Samfylkingarinnar.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband