Sókn Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum er ánægjuleg tíðindi enda afar mikilvægt að hér á landi sé til einn stór jafnaðarflokkur sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Slíkur jafnaðarflokkur, sem sameinar áhersluna á jöfnuð, jafnrétti, velferð og umhverfismál, við ábyrgð í efnahagsmálum, samkeppnishæf starfsskilyrði og nýsköpun í atvinnumálun, frjálslyndi og viðskiptafrelsi, er mikilvæg kjölfesta við myndun ríkisstjórna sem leggja aðrar áherslur en hinar hefðbundnu helmingaskiptastjórnir hafa lagt.
Því stærri sem jafnaðarflokkurinn er, því líklegra að núverandi ríkisstjórn falli.
Til að binda enda á nær samfelldan valdatíma íslensku hægriflokkanna og koma á ríkisstjórn sem hefur jafnaðarstefnuna til öndvegis þarf einfaldlega einn öflugan jafnaðarflokk. Varla þarf annað en að velta því fyrir sér andartak hvort sé vænlegra til árangurs einn 40% flokkur eða átta 5% flokkar með svipuð áherslumál.
Stórir stjórnmálaflokkar rúma líka mismunandi viðhorf og áherslur en það er ekki veikleiki þeirra að þurfa að komast að niðurstöðu um stefnu og framkvæmdaáætlanir eftir leikreglum lýðræðis heldur styrkur. Dæmi um þetta er hin skýra stefna íslenska jafnaðarflokksins sem lögð er fram fyrir komandi kosningar 12. maí.
Íslenski jafnaðarflokkurinn er stofnaður til að sameina allt jafnaðarfólk, félagshyggjufólk og kvenfrelsissinna í einn öflugan vettvang sem hefur mátt til að breyta. Þess vegna er það umframallt gengi þess flokks í kosningunum sem mun ráða úrslitum um hvað tekur við.
Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála
Samfylkingin aftur fram úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.