Fjárfesting í menntun er ein skynsamlegasta atvinnustefna sem til er

Fullyrðingum um hátt menntunarstig þjóðarinnar er gjarnan slegið fram án þess að skoða hinar tölulegu staðreyndir sem segja því miður aðra sögu. Hér á landi er óviðunandi brottfall úr framhaldsskólum og lægra hlutfall á vinnumarkaði með háskólamenntun en í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Ástandið er enn verra ef litið er sérstaklega á iðn- og tæknigreinar og Samtök iðnaðarins hafa t.d. bent á að skortur á fagmenntuðu starfsfólki geti innan fárra ára staðið framsæknum fyrirtækjum á borð við Marel og fleiri verulega fyrir þrifum og hugsanlega hrakið fleiri þætti starfseminnar úr landi.

Það eru þessir mælikvarðar sem skipta máli fyrir nýsköpun, framleiðni í atvinnulífinu og hagvöxt til framtíðar miklu frekar en framlög til menntamála í heild.

Fjárfesting í menntun sem gengur út á að sinna þessum grundvallarþáttum er líklega ein arðbærasta og skynsamlegast atvinnustefna sem hægt er að framfylgja. Uppbygging framhaldsnáms á völdum styrkleikasviðum þar sem íslenskir háskólar hafa eitthvað að bjóða byggt á sérþekkingu eða sérstökum aðstæðum er líkleg til að efla háskólana og laða hingað erlenda námsmenn og vísindamenn en um leið og bóknámsbrautum, einkum á sviði laga og viðskipta, er fjölgað má ekki gleyma grunninum.

Mikilvægt er að möguleikar til menntunar byggi á áhugasviði og tækifærum til að láta hæfileika sína blómstra frekar en efnahag námsmanna eða aðstandenda þeirra. Hvers kyns misrétti af slíku tagi leiðir til sóunar auðlinda og getur verið samfélaginu dýrt.

Það frumkvæði jafnaðarflokks Íslands að leggja fram stefnu og aðgerðaáætlun um fjárfestingu í menntun getur hæglega verið eitt mikilvægasta skref kosninganna til lengri tíma litið, hvort sem horft er á málið frá sjónarhóli einstaklinganna, hagsmunum atvinnulífsins eða þjóðarbúsins í heild.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Samfylkingin boðar fjárfestingarátak í menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband