Enn ein vísbending um réttmæti þeirra fullyrðinga sem settar hafa verið fram í síðustu færslum að aðeins stór jafnaðarflokkur mun megna að breyta landslagi íslenskra stjórnmálum og áherslum við landsstjórnina. Eins og norrænu jafnaðarleiðtogarnir Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt bentu á þá er nóg til af eftirlíkingum jafnaðarflokka meðal hægri flokka en vandinn er yfirleitt sá að þar vantar áhersluna á jöfnuðinn, jafnréttið og velferðina. Menn reyna hins vegar stöðugt að eigna sér frumkvæðið í fríverslun og afnámi hvers kyns viðskiptahafta.
Nú er tímabært að hefja báðar hliðar jafnaðarstefnunnar til öndvegis og rétta þar með kúrsinn - efla velferð og jöfnuð án þess að skerða samkeppnisstöðu og sóknarfæri atvinnulífsins. Til þess er jafnaðarfólki einfaldlega best treystandi.
Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.