"Okkar" málaflokkar

Athyglisverð sú hugmynd formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að framboð eða flokkar "eigi" með einhverjum hætti heilu málaflokkana. Ekki í skilningi frumkvæðis að nýjum hugmyndum eða stefnu sem aðrir taka svo upp (eins og jafnaðarflokkar hafa búið við áratugum saman) heldur beinlínis málaflokka sem slíka.

Nú nefnir formaðurinn ekki hvaða málaflokkar það eru sem VG "á" en hann er vonandi ekki að vísa í klassískar velferðaráherslur jafnaðarstefnunnar, frumkvæði Samfylkingarinnar í því að samþætta náttúruvernd og framsækna atvinnustefnu með áherslu á hátæknigreinar sem raunverulegan valkost eða loftslagsmálin þar sem jafnaðarflokkarnir á öllum Norðurlöndunum hafa lengi unnið saman að mótun sameiginlegrar og ábyrgrar stefnu.

Enn fróðlegra væri þó að sjá glitta í hina hliðina á þessum peningi sem þarna er varpað upp - þ.e. hvaða málaflokkar það eru sem VG hefur ákveðið að vera lítið sem ekkert að kássast upp á af því þeir eru annarra? Hvaða málaflokkar eru til dæmis Sjálfstæðisflokksins að mati formanns VG?

Eins og margoft hefur verið rakið hér á þessari síðu er það einmitt eitt megineinkenni jafnaðarstefnunnar að spanna öll viðfangsefni. Það stafar m.a. af því að jafnaðarflokkar hafa víða axlað ábyrgð á landsstjórn og stýrt uppbyggingu samkeppnishæfra samfélaga. Slík breidd í stefnu og ábyrgð er auðvitað helsti munurinn á stórum stjórnmálaflokkum sem eru tilbúnir til forystu og hreyfingum sem spretta fyrst og fremst upp í kringum einstaka málaflokka og eru eðli máls samkvæmt gjarnan andstöðuöfl frekur en í leiðtogahlutverki. Uppgangur þeirra er gjarnan tímabundinn.

Sameinaður jafnaðarflokkur á Íslandi er reiðubúinn að leiða ríkisstjórn og axla þar með ekki aðeins ábyrgð á endurreisn velferðarkerfisins heldur ábyrgri efnahagsstjórn, atvinnustefnu og fjárfestingu í menntun. Jafnaðarfólk veit að þetta verður allt að fara saman því jafnvægi í þjóðarbúskapnum og samkeppnishæft atvinnulíf verður að standa undir bættum lífskjörum og velferð.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Samfylking og VG samherjar í að fella stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband