Ísland tekið af lista hinna vígfúsu þjóða - stefnubreytingu komið til skila

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, fékk greinileg skilaboð um þá grundvallarstefnubreytingu, sem fram kom í stjórnarsáttmála, að ný ríkisstjórn styður ekki stríðsreksturinn í Írak. Í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins kom m.a. fram að hann fékk þau boð að stefnubreytingin varði viðhorf til þeirrar ákvörðunar að ráðast inn í Írak á sínum tíma. Þótt gert sé gert og skömmin við þessa ákvörðun ekki aftur tekin hefur Ísland þó verið tekið af lista hinna vígfúsu þjóða með afgerandi hætti.

Til framtíðar varðar þó meiru að í stjórnarsáttmála kemur fram að ákvarðanir um stríðsyfirlýsingar Íslands á hendur öðrum þjóðum verða ekki teknar af einum eða tveimur ráðherrum heldur skuli allar meiriháttar utanríkispólitískar ákvarðanir teknar af Alþingi.

Hvort tveggja er tilefni til að fagna.


mbl.is Nicholas Burns fagnar framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Dude, að segjast harma stríðið er ekki það sama og segja sig af lista hinna viljugu, we are still on the list

DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 21:21

2 identicon

Hvaða lista? ÞAÐ ER ENGINN LISTI!

Það var notast við lista í fréttatilkynningu frá Hvíta Húsinu þegar innrásin sjálf var að hefjast, á eina tímabilinu sem það skipti máli. Ef við myndum hringja í Hvíta húsið og biðja um að taka okkur af listanum þá yrði örugglega bara hlegið okkur, enda er ekki haldið þessum lista uppi í dag. Við vorum á þessum lista á eina tímabilinu sem það skipti máli og sá listi fer óbreyttur í sögubækurnar, því miður er það bara eitthvað sem við verðum að kyngja! 

Furðulegt að engum hafi dottið í hug að nefna þessa staðreynd öll þau skipti sem skítkastið er í fjölmiðlum. 

Geiri (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband