Raunhæfar tillögur fyrir aldraða og öryrkja

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála

Jafnaðarmenn eru virkir við að kynna tillögur sínar og stefnu þessa dagana. Nú er röðin komin að málefnum aldraðra og lífeyrisþega. Eins og fyrri tillögur um Rammaáætlun um náttúruvernd, heildstæða atvinnustefnu með áherslu á eflingu hátækniiðnðar og lækkun matvælaverðs, hafa tillögurnar um kjarabætur til handa lífeyrisþegum mælst mjög vel fyrir enda blasir þörfin við.

Þegar Árni Gunnarsson mætti í Silfur Egils sl. laugardag til að segja frá þessari átakssíðu og hvatningunni sem hér er sett fram til undirritunar barst staða aldraðra einmitt í tal og hann sagði frá sterkri upplifun sinni af fundi með 60+ í Vestmannaeyjum. Hægt er að sjá spjallið á vefnum.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Hér í Skagafirði var haldinn 60+ fundur um baráttumál Samfylkingarinnar og er skemmst frá því að segja að þau eru náttúrlega svo sjálfsögð og vanrækslan á þessum málaflokki svo svakaleg að það er ekki einu sinni hægt að rífast um þessa stefnu. Hún er bara eitthvað sem ætti að vera löngu búið að gera og væri búið að gera ef jafnaðarstefnan réði á þingi!

Guðrún Helgadóttir, 21.2.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband