Framsækin atvinnustefna - framsækin fyrirtæki

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála

Alvaran á bakvið framsækna stefnu jafnaðarmanna í atvinnumálum, þar sem saman fer áhersla á náttúruvernd, samkeppnishæft starfsumhverfi og markvissa uppbyggingu hátækniiðnaðar, birtist meðal annars í því þegar frumkvöðlar framsækinna fyrirtækja og aðilar sem sinna sérstaklega samkeppnishæfni atvinnulífs og eflingu útflutningsgreina leggja starfinu lið. Þess má sjá dæmi hér á þessum vef og nýjasta dæmið er svo að Reynir Harðarson, stofnandi CCP og stjórnarmaður í Framtíðarlandinu hefur gefið kost á sér í 6. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Í viðtalið við Morgunblaðið nefnir Reynir einmitt vilja til að búa ungum fyrirtækjum hagstæðari skilyrði sem eina af ástæðunum fyrir ákvörðun sinni. "Það er margt, nýtt, ungt og flott fólk í flokknum, með ferskar hugmyndir sem ég sé ekki hjá hinum flokkunum og sérstaklega ekki hjá mínum fyrrverandi flokki Sjálfstæðisflokknum," segir Reynir.

Til að fylgja stefnunni eftir og tryggja frjóan jarðveg fyrir ný og framsækin fyrirtæki, sem geta orðið grundvöllur verðmætasköpunar í framtíðinni, er afar mikilvægt að frumkvöðlarnir sjálfir séu í aðstöðu til að fylgja málum eftir og hafa áhrif á störf og stefnu jafnaðarmanna. Sköpunarkrafturinn og frumkvæðið sem býr í sprotunum í atvinnulífi þarf að rata inn í stjórnmálaumræðuna. Til þess er þessi bloggsíða m.a. sett upp og út á það gengur hvatning okkar og þau drög að sáttmála sem okkur virðist nú sem Samfylkingin sé að innsigla við kjósendur.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband