Öflugar konur leiða nú þrjá af Norrænu jafnaðarflokkunum

Mona Sahlin, Helle Thorning-Schmidt og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axla allar þá ábyrg að bera áfram merki þeirrar jafnaðarstefnu sem hefur öðru fremur mótað samfélög Norðurlandanna og tryggt þeim þá eftirsóknarverðu stöðu að teljast með samkeppnishæfustu og framsæknustu samfélögum heims sem oft er litið til sem fyrirmyndar á sviði jafnréttis og velferðar.

Sterk staða hinna norrænu jafnaðarsamfélaga er meðal annars staðfest í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum virtra alþjóðastofnana á borð við IMD í Sviss og World Economic Forum. Í nýjustu samanburðarskýrslu World Economic Forum; The Global Information Technology Report 2006-2007, er beinlínis spurt: "What is the secret of the Nordic countries that consistently keeps them at the top of the rankings year on year?"

Norðurlöndin raða sér nær undantekningarlaust meðal 10 eða 15 samkeppnishæfustu samfélaga heims í skýrslum World Economic Forum; Global Competitiveness Report og World Competitiveness Yearbook frá IMD.

Þegar grannt er skoðað er það fyrst og fremst hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á öflugt atvinnulíf og athafnafrelsi einstaklinga annars vegar og jöfn tækifæri og réttindi allra hins vegar. Þannig er hægt að byggja upp samheldin samfélag með sterka innviði, góða heilsu og menntun og lágmarkssóun auðlinda sem stafar af t.d. misrétti kynja.

Vísbendingar síðustu ára um að leiðir Íslendinga og jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndunum eru grafalvarlegar. Verkalýðshreyfingin og öflug málefnaforysta íslenskra jafnaðarmanna, m.a. í að velferðarmálum, húsnæðismálum, fríverslunarmálum og alþjóðasamningum á borð við EES hefur haft gífurlega mikilvæg mótandi áhrif á íslenskt samfélag og þar hefur samstarfið við jafnaðarflokkana á Norðurlöndum skipt máli. Fréttir þess efnis að hér á landi sé að vaxa úr grasi heil kynslóð barna með ónýtar barnatennur vegna verðlags og skipulags þeirrar heilbrigðisþjónustu hljóta að vera okkur áminning.

Sá kraftur sem einkenndi aukaþing sænskra jafnaðarmanna er innblástur og teikn á lofti að sænskir kjósendur hafi vart vaknað upp við stjórn hægriflokkanna á kjördag áður en þeir fóru að iðrast.

Hér á landi höfum við allt að vinna næstu vikurnar eins og átakshópurinn um heilbrigða skynsemi í stjórnmálum bendir á á vefsíðunni www.jafnadarstefna.com.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Ingibjörg Sólrún heiðursgestur á landsfundi sænskra jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband