Heilbrigð skynsemi - Inngangur að sáttmáladrögunum

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála

Til að auðvelda umræður og "komment" á efni sáttmálans um heilbrigða skynsemi sem birtur er hér á síðunni heild sinni  er rétt að taka einstaka kafla og birta hér sem færslur. Fyrstur er inngangurinn sem útskýrir af hverju þessi sérstaka átakshópur er til orðinn og hverju hann vonast til að áorka.

Það er þægilegt hlutskipti að sitja í sófanum og fylgjast með stjórnmálunum í fjölmiðlum eins og kappleik þar sem við getum fagnað eða harmað, hvatt án þess að neinn heyri eða tuðað út í "okkar lið" og verið afskaplega vitur eftir á. Eini gallinn er að slíkt breytir engu um gang mála eða úrslitin.

Meginmarkmiðið með þessari síðu er einfaldlega að beina stjórnmálaumræðunni aftur að kjarna málsins, að hagsmunum almennings, neytenda í landinu og því sem raunverulegu máli skiptir. Þar viljum við leggja okkur lóð á vogarskálarnar og um leið og sáttmáladrögin eru hvatning til forystu og frambjóðenda jafnaðarmanna um að fylgja stefnu sinni og framtíðarsýn fast eftir er hann ekki síður hvatning til okkar sjálfra um að sitja ekki hjá og fylgjast með öðrum berjast fyrir okkar lífssýn heldur heita því að taka virkan þátt.  Þess vegna viljum við fá sem flesta til að undirrita hina gagnkvæmu hvatningu á þessari síðu.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband