Tilboð stjórnarandstöðunnar var um að festa ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá, ekki taka þátt í örvæntingarfullum leikþætti Framsóknarflokksins þar sem búið er að henda til hliðar margar ára vinnu auðlindanefndar við skilgreiningar sem gæfu slíku ákvæði einhverja merkingu og innihald og bjóða í staðinn upp á ákvæði sem væri í besta falli tilefni endalausra deilna og óvissu um merkingu en í versta falli mun verra en óbreytt ástand.
Í þessu máli verður Jón Sigurðsson og flokkur hans að sitja uppi með skömmina af að ganga á bak þeirra orða í stjórnarsáttmála að setja eigi auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Gamli skólameistarinn ætti að sýna kjósendum í landinu meiri virðingu en svo að halda að svona sýndarveruleiki gangi upp.
Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála
![]() |
Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.