Leitin að blóraböggli fyrir klúður stjórnarflokkanna

Athygli vekur hve ólíkar skýringar stjórnarliða eru á því að hinu ónýta auðlindaákvæði í stjórnarskrá hefur verið ýtt til hliðar. RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni að það hafi bæði verið andstaða meðal stjórnmálamanna og sérfræðinga sem réði á meðan Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins heldur áfram með sína rullu í leikþætti litla leikflokksins þótt þjóðin hafi fyrir löngu séð í gegnum það sjónarspil. Hjá honum heitir þetta svik stjórnarandstöðuna.

Morgunblaðið er ekki sammála honum og í leiðara í dag segir að stjórnarflokkarnir geti fráleitt kennt stjórnarandstöðu um málið. Blaðið segir að þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem vinni að einkaeignarrétti útgerðar á auðlindum sjávar hafi haft sigur í þessu máli.

Skýringin er væntanlega sú að í stað þess að byggja á ítarlegum niðurstöðum auðlindanefndar var hlaupið í það bakvið luktar dyr að búa til afar óljóst og hugsanlega skaðlegt ákvæði fjórum dögum fyrir þinglok. Svoleiðis umgangast menn ekki lýðræðið eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bendir á.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála 


mbl.is Ásakanir á báða bóga eftir frestun auðlindaákvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband