Í gerbreyttu pólitísku landslagi og eftir að jafnaðarfólk hefur haft hugmyndalega forystu í að auka hér viðskiptafrelsi, t.d. með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og afnámi margvíslegra hafta þar áður, er það næstum "krúttlega" út úr kú að lesa svona hræðsluáróður. Verst fyrir forsætisráðherra að geta ekki lengur haldið því fram að nú verði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að tryggja áframhaldandi hervernd með veru bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Við vitum hvernig það gekk. Ekki ósvipað og núverandi ríkisstjórn hefur fariðmeð stöðugleikann sem síðasta svokölluð "vinstri stjórn" kom á ásamt aðilum vinnumarkaðarins með þjóðarsáttarsamningunum 1990.
En það er vissulega hugsanlegt að undir forystu öflugs jafnaðarflokks væri sjálft ríkið ekki búið að hella sér í beina samkeppni við prentþjónustur eða ljósmyndastofur. Líklega hefði möndl með eignarhald tryggingafélaga og millilendingar ríkisbanka í höndum valinkunnra flokksgæðinga heldur ekki verið nauðsynlegur hluti einkavæðingar ríkisbankanna.
Forsætisráðherra horfir þó fyrst og fremst framhjá þeirri lykilstaðreynd að orðinn er til stór jafnaðarflokkur sem er tilbúinn til að leiða stjórn jafnaðarstefnu. Jafnaðarstjórnir hafa lagt grunn að efnahagslegum stöðugleika, uppbyggingu og samkeppnishæfni atvinnulífs víða í Evrópu.
Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála
Horfið yrði af þeirri framfarabraut sem við erum á" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.