Mikill stuðningur við aðildarumsókn að ESB kemur ekki á óvart

Frá því þessi könnun Samtaka iðnaðarins um stuðning við aðildarumsókn að ESB var gerð kom út skýrsla Evrópunefndar um tengsl Íslands og Evrópusambandsins sem mun líklega auka mjög stuðning við að hefja markvissan undirbúning aðildarumsóknar þar sem sýnt er að flestar stærstu hindranirnar sem andstæðingar hafa bent á eru mjög líklega yfirstíganlegar.

Hér er rétt að rifja upp þau drög að sáttmála stórs jafnaðarmannaflokks við kjósendur sem birt eru á vefnum jafnadarstefna.com:

Stefna verður markvisst að því að Ísland uppfylli allar kröfur Evrópusambandsins um jafnvægi, lága verðbólga og lítinn viðskiptahalla sem eru forsendur þess að geta gengið í myntbandalag Evrópu og tekið upp Evruna sem gjaldmiðil eða lagað fjármálamarkað okkar betur að fjármálamarkaði umheimsins. Þá eigum við raunverulegt val um framtíðarstefnu okkar auk þess hags sem almenningur og fyrirtækin hafa af jafnvægi og vaxtastigi sem er meira í takt við helstu viðskiptalönd en nú er. Heilbrigð skynsemi segir okkur að Evran ein og sér sé engin endanleg töfralausn á íslenskum hagstjórnarvanda. Áfram þarf að gæta jafnvægis en kostirnir fyrir íslenskan almenning og atvinnulíf yrðu ekki síst þeir að opna hagkerfið og samfélagið enn frekar fyrir heilbrigðri samkeppni á sviðum sem nú er mjög erfitt að koma slíku á, auðvelda fyrirtækjum að afla erlendra fjárfestinga og spara milljarða í gjaldeyriskostnað. Í lokin verður svarið við spurningunni pólitískt en ekki tæknilegt og kjósendur verða að fá að svara henni sjálfir fyrr eða síðar.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is 57,9% hlynnt aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnun SI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband