Mikilvægt að ná þingmeirihluta um vitræna Evrópuumræðu

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, í ræðu á Iðnþingi í dag:

Er ekki rétti tíminn einmitt kominn á Íslandi fyrir vitræna umræðu um Ísland og Evrópu með ákvörðun - af eða á - að markmiði? Er sá tími ekki strax eftir kosningarnar 12. maí? Við lítum þannig á að þessi mál eigi að leiða til lykta á næsta kjörtímabili. Það er sú krafa sem við gerum til þeirra sem verða kjörnir til setu á Alþingi í vor og til þeirrar ríkisstjórnar sem þá verður mynduð. Ef góður meirihluti næst á Alþingi fyrir því að láta reyna á aðildarumsókn á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða og sé atvinnulífið og verkalýðshreyfingin því fylgjandi – þá á að láta til skarar skríða fyrr en seinna.

Í ljósi þess að Samtök iðnaðarins hafa enn á ný frumkvæði að Evrópuumræðunni er heldur ekki úr vegi að benda á sérkennilegan annmarka á skýrslu Evrópunefndar um tengsl Íslands og Evrópusambandsins.

Þar eru sérkaflar um "Íslensk sjávarútvegsmál og Evrópusambandið" og "Evrópusambandið og íslenskur landbúnaður" þar sem farið er yfir kosti og galla og mögulega útkomu úr aðildarviðræðum. Þarna er hins vegar enginn kafli um "Íslenskan iðnað og Evrópusambandið" eða "Íslenskar þjónustugreinar og Evrópusambandið", hvað þá "Íslenskir neytendur og Evrópusambandið" þar sem reynt væri að leggja heildstæðara mat á kosti og galla fyrir íslenskt atvinnulíf og heimilin í landinu.

Samkvæmt sameiginlegum útreikningum hagfræðinga Samtaka iðnaðarins og Alþýðusambands Íslands er áætlaður kostnaður Íslendinga við að reka sjálfstæðan gjaldmiðil um hálf milljón króna á hvert heimili árlega eða um 37 milljarðar í allt.

Í niðurlagi ályktunar Iðnþings 2007 segir:

Samtök iðnaðarins krefjast þess að Alþingi sem kjörið verður í vor og  næsta ríkisstjórn taki aðild Íslands að Evrópusambandinu til alvarlegrar skoðunar og komist að niður­stöðu á kjörtímabilinu. Ná þarf sem víðtækastri samstöðu meðal stjórn­mála­flokka, samtaka atvinnu­rekenda og launþega um stefnu þjóðarinnar í Evrópumálum. 

Hvernig er hægt að segja að málið sé ekki á dagskrá?

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Umræða um ESB óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Það þýðir samt ekki að vera tala um þetta fyrir kosningar. Það er svo auðvelt að vera með hræðsluáróður a´la sjálfstæðisflokkur. Við gerum þetta þegar við erum komnir í stjórn.

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband