Jafnaðarflokkur Íslands að rísa undir kröfum frjálslyndra jafnaðarmanna

Jafnaðarflokkur Íslands er að rísa undir kröfum frjálslyndra jafnaðarmanna þessa dagana. Þung áhersla hefur verið lögð á framsækna atvinnustefnu með raunhæfri aðgerðaáætlun og samþættingu náttúruverndar og atvinnustefnu. Nú síðast er kynnt ítarleg úttekt á efnhagsmálunum, unnin af hópi sérfræðinga úr atvinnulífi og rannsóknastofnunum.

Ástæðan er einfaldlega sú að jafnaðarfólk leggur þunga áherslu á að hér á landi séu bestu skilyrði fyrir samkeppnishæft og arðvænlegt atvinnulíf.  Þannig leggjum við grunninn að góðum lífskjörum, efnahagslegum stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu og stöndum undir því mennta- og velferðarkerfi sem við viljum byggja upp og á í raun einnig að vera mikilvægur þáttur í að efla samkeppnishæfni hagkerfisins.

Ítarlegar tillögur Samfylkingarinnar um málefni barna, undir yfirskriftinni "Unga Ísland" og aðgerðaáætlun um að bæta kjör og aðbúnað aldraðra og öryrkja staðfesta að í huga frjálslyndra jafnaðarmanna fer ævinlega saman áherslan á öflugt atvinnulíf, framtak einstaklinga og athafnafrelsi annars vegar og hins vegar á jafnrétti allra til menntunar og mannsæmandi lífs.

Á vefnum www.jafnadarstefna.com hafa hundruð einstaklinga, ekki síst úr atvinnulífi og menntageiranum, undirritað hvatningu til Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands, um að leggja megináherslu á skýra framtíðarsýn, stefnu og lausnir í anda jafnaðarstefnunnar. Það er ánægjulegt að sjá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður, og forystan öll, er að rísa undir þessum væntingum frjálslyndra jafnaðarmanna. Þarna var líka varpað fram drögum að sáttmála stórs jafnaðarflokks við kjósendur um þau verk sem ganga þarf í. Það kemur ánægjulega á óvart að lesa þessi drög saman við útgefna stefnu Samfylkingarinnar.

Undirrita hvatningu
Drög að sáttmála


mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband